.

Astra tannplantar

eru frábærir tannplantar, rannsakaðir af einungis færustu vísindamönnum

 

                     

Botiss Bone grafting material.

Bein og himnur í hæsta gæðaflokki.

 

  


 

 

 

 Lúkas D. Karlsson
tannlæknavörur

 

 

Það er okkur ánægja að kynna fyrir þér fyrirtæki okkar Lúkas D. Karlsson ehf, sem er verslun með tannlækna og tannsmíðavörur.

Lúkas D. Karlsson er fjölskyldufyrirtæki sem starfað hefur í meira en 30 ár. Stofnendur fyrirtækisins eru Dieter og Anna Luckas.
Þau komu til Íslands 1965. Dieter var vel mentaður tannsmiður og starfaði í Þýskalandi og Sviss í mörg ár. Hann bar með sér hingað til lands allra nýjustu þekkingu í faginu sem varð hvatning þeirra hjóna til að stofna glæsilegt tannsmíðaverkstæði og innflutning á efnum og tækjum. Markmiðið þeirra var að veita alhliða þjónustu til viðskiptavina sinna.
Fyrirtækið óx og dafnaði og er byggt á föstum grunni, nú bíður Lúkas D. Karlsson fullkomna þjónustu af vörum til tannlækninga og tannsmiða .

Viðskiptamannahópur okkar auk tannlækna og tannsmiða eru meðal annars snyrtifræðingar, heilsugæslustöðvar , fiskeldisstöðvar, bifreiðaþjónustur og fleiri.

Í dag eru starfsmenn Lúkasar sex í fullu starfi.
Hjá okkur er valinn maður í hverju rúmi, mikil reynsla og metnaður í því að veita góða þjónustu og bjóða viðskiptavinum okkar upp á fyrsta flokks vöru og úrval af þekktustu vörumerkjum sem eru á markaðnum.

Við horfum björtum augum til framtíðar full tilhlökkunar til þess að takast á við nýjustu tækni og framfarir á okkar sviði og fullnægja kröfum og þörfum viðskiptavina okkar.

Karl Udo Luckas

 

 

  
  


 

 

 

 

 

Til baka á aðalsíðu

 


sunnudagur 7 mars 03 2021
Nřjustu frÚttir
Ortodent á Íslandi.Flestir tannlæknar þekkja hina frábæru,...
Við hjá Lúkasi D. Karlssyni höfum til fjölda ára selt og annast...
31.05.13
Lúkas D. Karlsson er nú umboðsaðili Ortodent á Íslandi. Flestir...