Fróðleikur
Fyrir 187 ÁRUM
Þegar rökkrið byrjaði að hellast yfir vígvöllinn við Waterloo þann 18 júni árið 1815 hófust einnig einhver einkennilegustu rán sögunnar. Fáeinum klukkustundum áður hafði Napoleon og lið hans orðið að beygja sig fyrir hinu enska ofurafli og í kringum 50.000 dauðir eða illa særðir hermenn lágu eins og hráviður á blóðugum vígvellinum. Í skjóli myrkus gerðu síðan sérstakir líkræningjar atlögu.Vopnaðir töngum fóru þeir frá einum hermanni til annars og drógu úr þeim framtennurnar. Tennur voru gulls ígildi því á þessum tíma var ríkt fólk tilbúið að greiða stór fé til að bæta útlit sitt með með því að hafa ekta framtennur í gervigómum sínum Og ef tennurnar komu úr ungum og hraustum mönnum í stað þess að koma úr heilsuveilum öldungum gátu tannsmiðir hagnast vel. Þeir keyptu tennurnar fyrir smá upphæð settu þær í gerfigóma sem seldir voru þeim sem betur máttu sín. Eftir orustuna við Waterloo varð verslun með notaðar tennur þaðan svo miklar að stór hluti tannsmiða notaði aðeins Waterloo tennur í stað gervitanna.
Meiri fróðleikur
Englendingurinn George Harrison gerði lífið bærilegra fyrir fólk með skemmdar tennur. Árið 1864 fann hann upp fyrsta "vélknúna" tannborinn. Borinn gekk undir heitinu Erador var hann trekktur upp eins og úr. | Tönnin gæti verið úr Lúkasi
Erfðafræðingar hafa nú unnið DNA-greiningu á tönnum úr líki sem samkvæmt sögnum á að vera af guðspjallarmanninum Lúkasi. Greiningin sýnir að tennurnar eru úr gömlum sýrlendingi og það getur vel komið heim við Lúkas, sem varð 84 ára. |